Dýrfiskur á Þingeyri nýr viðskiptavinur Laxár

Í byrjun sumars skipti Dýrfiskur yfir í Laxár fóður fyrir regnbogasilunginn sem er í eldi á vegum fyrirtækisins í Dýrafirði. Dýrfiskur er með umtalsvert magn af regnbogasilungi í eldi og verður meðal fimm mikilvægustu viðskiptavina Laxár hvað magn fóðurs varðar.

Fjarðalax nýr viðskiptavinur Laxár

Fjarðalax ehf hefur valið Laxá sem sinn birgja í fóðri fyrir eldislax. Fyrirhugað er að byggja upp umtalsvert sjókvíaeldi á laxi í Vesturbyggð og verða fyrstu seiðin sett út í sumar. Ef áætlanir um uppbyggingu ganga eftir þá verður um að ræða tvöföldun á framleiðslu Laxár á fiskeldisfóðri fyrir innanlandsmarkað. Samstarf við Fjarðalax er því mikilvægt fyrir Laxá og mun bæta nýtingu á verksmiðjunni til muna á næstu árum.

Aukið magn fóðurs til Silfurstjörnunnar

Silfurstjarnan hefur á síðastliðnu ári unnið að því að skipta yfir í laxeldi og fullnýta afkastagetu eldisstöðvarinnar. Þetta hefur haft í för með sér jákvæða þróun fyrir Laxá þar sem magnið hefur aukist um 25% á fyrstu mánuðum ársins miðað við síðasta ár. Með þessari aukningu verður Silfurstjarnan annar stærsti innlendi viðskiptavinur Laxár á eftir Íslandsbleikju.

Samstarfs samningur við Stofnfisk

Stofnfiskur hefur ákveðið að nota Laxár fiskeldisfóður fyrir klakfisk sem notaður er til hrognaframleiðslu og seiði sem eru til endurnýjunar á klakfiskstofni. Stofnfiskur er með 7 starfsstöðvar sem sinna framleiðslu á bleikju-, lax- og þorskhrognum fyrir innanlands markað og er auk þess með sterka stöðu í sölu á laxahrognum inn á erlenda markaði.