Gæðastefna

Í fiskeldi er fóður einn af áhrifavöldum á þroska og vöxt tegundarinnar¹, ásamt erfðafræðilegum eiginleikum hennar og umhverfisaðstæðum. Fóðrið þarf því að innihalda rétt næringarefni og hafa ákveðna eðliseiginleika í formi stærðar, lögunar og flots. Fyrir fiskeldis fyrirtæki skiptir þjónusta miklu máli og þurfa þau að geta reitt sig á áreiðanlegar afhendingar, trygg gæði og góðan aðgang að upplýsingum. Fóðurframleiðsla Laxár takur ávallt mið af þróun sem er í greininni hvað varðar fóðurfræði, nýja framleiðslu tækni og nýjar tegundir í eldi.

Fóður frá Laxá er framleitt og selt eftir gildandi lögum og reglugerðum er varða fóðurframleiðslu.

Til að standast samkeppni á markaði fiskeldis fóðurs, er gæðastefna Laxár að:


Framleiða fóður af réttum gæðum.

Þjónusta viðskiptavini með tryggum afhendingum og góðri ráðgjöf

Þessum markmiðum skal náð með því að:

  1. Nota einungis hráefni af réttum gæðum.
  2. Virkt eftirlit sé með framleiðslu ferli.
  3. Endurskoða gildandi gæðakerfi, einu sinni á ári.
  4. Laða að og halda hæfu starfsfólki.
  5. Tryggja upplýsingaflæði innan fyrirtækis og til viðskiptavina.

¹Því lægri fóðurstuðull (nýting á fóðrinu) því lægri fóður kostnaður.