Sjálfbærnistefna

Það er stefna Laxár að fyrirtækið stundi sjálfbær viðskipti og hafa það að markmiði að lágmarka áhrif starfseminnar á umhverfið.  Starfsemi Laxár skal uppfylla öll lög og reglugerðir frá MAST og EU sem snúa að fóðurframleiðslu, ásamt því að uppfylla staðla Global Gap gæðakerfisins. Til að ná settu markmiði er m.a.:

  • Eingöngu notað rafmagn í framleiðslubúnað verksmiðjunnar, sem framleitt er með endurnýjanlegum auðlindum samkvæmt EU tilskipun 2009/28/EC. 

  • Eingöngu notuð óerfðabreytt hágæða hráefni (non-GMO) frá endurnýjanlegum auðlindum (e. Responsible sourcing).

  • Hráefni skulu vera rekjanleg í uppruna og fóður rekjanlegt til notanda.

  • Við mat og val á birgjum er leitast við að aðföng séu sjálfbær.

  • Áhersla er lögð á að lágmarka mengun, með því að rykhreinsa loft frá verksmiðju.

  • Hreinsiefni og smurefni sem notuð eru skulu vera samþykkt af Umhverfisstofnun til notkunar í matvælaiðnaði.

  • Öll spilliefni sem koma til notkunar hjá Laxá eru varðveitt á þar til gerðum stöðum og eftir notkun eru þau losuð í þar til gerð ílát ætluð til förgunar.

  • Sorp sem fellur til er flokkað og endurunnið ef það er mögulegt.  Öðru sorpi er fargað samkvæmt reglugerðum í samvinnu við Terra Norðurland.

Unnið skal markvisst að því að lágmarka áhrif starfseminnar á umhverfið með stöðugum umbótum.