Fjarðalax nýr viðskiptavinur Laxár

Fjarðalax ehf hefur valið Laxá sem sinn birgja í fóðri fyrir eldislax.  Fyrirhugað er að byggja upp umtalsvert sjókvíaeldi á laxi í Vesturbyggð og verða fyrstu seiðin sett út í sumar.  Ef áætlanir um uppbyggingu ganga eftir þá verður um að ræða tvöföldun á framleiðslu Laxár á fiskeldisfóðri fyrir innanlandsmarkað.  Samstarf við Fjarðalax er því mikilvægt fyrir Laxá og mun bæta nýtingu á verksmiðjunni til muna á næstu árum.