Dýrfiskur á Þingeyri nýr viðskiptavinur Laxár

Í byrjun sumars skipti Dýrfiskur yfir í Laxár fóður fyrir regnbogasilunginn sem er í eldi á vegum fyrirtækisins í Dýrafirði.  Dýrfiskur er með umtalsvert magn af regnbogasilungi í eldi og verður meðal fimm mikilvægustu viðskiptavina Laxár hvað magn fóðurs varðar.