Vörur

ECO seiðafóður

ECO seiðafóður er ætlað fyrir lax, bleikju og silung.
Fóðrið er þanið, extrúderað og kögglað. Það tryggir að vaxtargeta smáseiða sé fullnýtt við bestu skilyrði, en hraður vöxtur krefst mikilla próteingæða.

ECO-LF

ECO-LF er vaxtarfóður fyrir bleikju og silung, nýtist einnig sem lágfitufóður fyrir aðra laxfiska.
Fóðrið er extrúderað og með fituinnihaldi allt að 28%. ECO-LF er lágorkufóður og í það eru sérvalin hráefni sem hafa háan meltanleika hjá bleikju og silung.

ECO

Vaxtarfóður fyrir lax og aðra laxfiska, sem er sérsniðið að næringarþörfum og hentar til gjafar allt árið.
ECO fóður er extrúderað fóður fyrir lax með 32% fitu. Fóðrið er þróað fyrir misjafnar stærðir fisks þar sem fituinnihald gefur hámarks gæði á sláturfiski.

Sjófiskafóður

Sjófiskafóður er þanið og extruderað vaxtarfóður sem ætlað er þorski og öðrum bolfisk tegundum.

Flatfiskafóður

Flatfiskafóður er þanið og extruderað vaxtarfóður sem ætlað er fyrir lúðu, sandhverfu og öðrum flatfiska tegundum.

Klakfiskafóður

Innflutt fóður 

Fóðurverksmiðjan Laxá sér um innflutning á smáseiðafóðri frá BioMar í Danmörku. Á lager hjá okkur eru fóðurstærðir frá 0,35 mm og upp í 1,5 mm fóður.