• Fóðurverksmiðjan Laxá hf. Covid-19 aðgerðir

    Fóðurverksmiðjan Laxá hf. Covid-19 aðgerðir

    03.04.2020

    Laxá hefur gripið til ráðstafana vegna Covid-19 til að tryggja öryggi starfsmanna og þar með tryggja framleiðslu og afhendingar á fiskafóðri.

     Síðustu vikur höfum við hjá Laxá unnið samkvæmt fyrirliggjandi leiðbeiningum um forvarnir, auk þess að gera áhættumat og útbúa viðbragðsáætlun.

     Við hjá Laxá erum meðvitaðir um að aðstæður geta breyst hratt vegna áhrifa Covid-19 og munum grípa til viðeigandi aðgerða hverju sinni.